innskraning

 

ÞJÓNUSTUSÍMI 533 2090

Icelandic(IS)


profaou
osesb

Vissir þú...
...að þú getur sent/prentað marga reikninga í einu?
SPURT & SVARAÐ
Áramót Skoða sem PDF skjal print email

Hér eru nokkur atriði sem notendur Netbókhald.is þurfa að hafa í huga um áramót:

1. Ekki er þörf á að færa rekstrarniðurstöðu á eigið fé (sjá nánar hér).

2. Ekki er þörf á að loka nýliðnu ári áður en hægt er að færa á næsta ár (sjá nánar hér).

3. Í Fjárhagskerfinu er nóg að skrá dagsetningar á forminu "ddmm" en ef færslur tilheyra nýliðnu ári verða notendur að skrá dagsetninguna á forminu "ddmmyy", þ.e.a.s. skrá árið líka, því annars velur kerfið núverandi ár á færsluna.

Við bendum á að til þess að koma í veg fyrir að færslur bókist á rangt ár, þá er hægt að loka fyrir bókanir á ákveðin tímabil í kerfinu með því að velja Aðgerðir -> Tímabil. Þar er hægt að fletta fram og til baka milli ára og haka við þá mánuði sem eiga að vera lokaðir. Síðan er hægt að fjarlægja hakið þegar óhætt er að bóka á viðkomandi mánuð aftur.

4. Þeir notendur sem eru með Birgðabókhaldið verða að framkvæma lagertalningu miðað við 31.12.2012 (og helst áður en salan hefst á nýju ári) til að leiðrétta birgðastöðuna og framlegðina.

 

oses can