Launabreyting skv. breyttum kjarasamningum print
Þriðjudagur, 31. maí 2011 13:33

Flest stéttarfélög hafa nú samið um nýja kjarasamninga sem fela í sér ýmiskonar breytingar á launum. Mikið hefur verið spurt um hvernig þessar breytingar eigi að færast inn í Launakerfið og geta eftirfarandi leiðbeiningar vonandi svarað flestum. 

Bókun á eingreiðslu í Launakerfið:

Hægt er að setja eingreiðsluna undir launaliðinn Bónus. Þá er smellt á hnappinn í dálkinum Launafjárhæð og sundurliðunarglugginn birtist. Þar er "1" sett í dálkinn Hlutfall/tímar og upphæðin sett í dálkinn Upphæð.

Þar sem orlof á að reiknast ofan á eingreiðsluna þarf að ganga út skugga um að þeir starfsmenn sem eiga rétt á henni hafi skráða orlofsprósentu í stofngögnum. Til þess að breyta því er valið Aðgerðir -> Stofngögn -> Starfsmenn, viðkomandi starfsmaður sóttur og í flipann Frádráttarliðir er orlofsprósentan skráð í efsta reitinn.

Bókun á eingreiðslum ofan á orlofs- og desemberuppbætur

Eingreiðslur ofan á orlofs- og desemberuppbætur þurfa að bætast við þá grunn-upphæð sem kjarasamningur hvers stéttarfélags segir til um. Þá er smellt á hnappinn í dálkinum Launafjárhæð og sundurliðunarglugginn birtist. Þar er bæði samningsbundna upphæðin og eingreiðslan sett í einni tölu í upphæðar-reitinn.