VIRK - starfsendurhæfingarsjóður print
Miðvikudagur, 07. september 2011 14:09

Á heimasíðu VIRK - starfsendurhæfingarsjóðs má sjá frétt um að öllum launagreiðendum beri að greiða 0,13% af heildarlaunum allra starfsmanna sinna til VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs frá og með 1. september 2011. Vísað er til laga sem samþykkt voru á Alþingi í júní sl.(breyting á lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða).

Sjá alla fréttina hér.

Athugið að notendur þurfa að skrá þetta iðgjald í stofngögn starfsmanna í Launakerfinu. Þá er valið Aðgerðir-Stofngögn-Starfsmenn, viðkomandi starfsmenn sóttir og tvísmellt á þá. Þá er flipinn Frádráttarliðir valinn og 0,13 skráð í reitinn Endurhæfingargjald sem er staðsettur fyrir neðan mótframlag vinnuveitanda í lífeyrissjóð.