Úr 4% í 2%, hvað skal gera? print
Miðvikudagur, 11. janúar 2012 09:52

Alþingi samþykkti í desember 2011 að breyta tekjuskattslögum á þann veg að heimild til frádráttar iðgjalda í viðbótarlífeyrissparnað frá tekjuskattsstofni verði 2% í stað 4%. Lækkunin gildir á árunum 2012 til 2014.

Launagreiðendum ber að lækka iðgjaldið um áramót nema launþeginn óski eftir að greiða áfram hærra iðgjald en 2%, sem gæti leitt til tvísköttunar.

Til þess að lækka iðgjaldið Í Launakerfinu þarf að:

  • Velja Aðgerðir - Stofngögn - Starfsmenn
  • Smella á hnappinn Sækja/finna og sækja viðkomandi starfsmann/starfsmenn í listann
  • Tvísmella á viðkomandi starfsmann í listanum
  • Velja flipann Frádráttarliðir
  • Breyta hlutfallinu í reitinum Séreignasjóður launþega % í 2
  • Smella á hnappinn Vista