Íslenskir stafir á Mac print
Föstudagur, 09. maí 2014 16:37

Hvimleiður galli hefur gert vart við sig sem lýsir sér þannig að ekki hafa allir íslenskir stafir komið fram í viðmótinu, þetta á við um Mac tölvur. Gallans varð fyrst vart eftir að java útgáfa 7u55 kom út fyrir nokkrum dögum. Kerfið er ekki óvirkt en þessi galli truflar notendur Mac tölva. Leiðir sem bent hefur verið á fyrir notendur eru nokkrar, t.d. að skrifa íslensku í svokölluðum sms stíl, þe. án íslenskra stafa og einnig er hægt að afrita texta inní textasvæði þó svo textinn innihaldi íslenska stafi.

Við vinnum hörðum höndum að því að finna lausn.