Breytingar á virðisauka print
Föstudagur, 02. janúar 2015 14:22

Starfsmenn Netbókhalds hafa uppfært virðisaukalykla viðskiptavina skv. nýsamþykktu fjárlagafrumvarpi. Breytingarnar taka gildi nú um áramót og eru útfærðar þannig að allar vörur í sölukerfi eru færðar á sölulykla sem bera rétta vsk prósentu. Þær vörur sem báru 7% vsk bera eftir breytingu 11% og þær vörur sem báru 25,5% vsk bera eftir breytingu 24% virðisaukaskatt.

Í kerfi Netbókhalds eru endurnýttir lyklar sem báru áður 14% og 24,5% vsk.

Allir viðskiptavinir eru beðnir um að vanda til verks við gerð fyrstu reikninga á nýju ári og ganga úr skugga um að vörur séu í réttum vsk-flokki. Ennfremur er bent á að á reikningum sem dagsettir eru fyrir áramót þarf að velja rétta (eldri) vsk-prósentu á hverja sölulínu á reikningi.

Starfsfólk Netbókhalds óskar viðskiptavinum gleðilegs árs og þakkar það liðna.