Uppfærsla: Nýju skattþrepin ofl. print
Föstudagur, 29. janúar 2010 00:00

Búið er að uppfæra Fjárhagskerfi og Launakerfi í Netbókhaldi.is. Þær breytingar sem koma notendum fyrir sjónir eru eftirfarandi:

Fjárhagskerfi

Nú er hægt að forskrá/breyta sjálfgefnum texta sem birtist þegar bókhaldslykill er valinn í færslubókina. Til þess að forskrá/breyta textanum er farið í Aðgerðir-Uppsetning lykla og textinn skráður á viðeigandi bókhaldslykil í aftasta dálkinn.

Launakerfi

Launakerfið hefur tekið allnokkrum breytingum síðustu vikur og mánuði. Helstu breytingarnar eru þær að fleiri launaliðum hefur verið bætt við (álag, bónus ofl.) og svo er komin þrepaskipting á staðgreiðslu tekjuskatts, samkvæmt nýlegum skattalagabreytingum. Að auki verður nú hægt að skila launamiðum inn rafrænt til RSK.

Einnig hafa allar skattaprósentur, viðmiðunarupphæðir, persónuafsláttur og tryggingagjald verið uppfærðar fyrir árið 2010.

1. Nýjir launaliðir

Næturvinna - skráð sem tímafjöldi í launaskjal og hægt er að forskrá tímakaupið í stofngögnum.
Álag - tvær línur fyrir álag eru komnar inn, og er álagið skráð sem hlutfall/prósenta af upphæð. Hægt er að forskrá afreikningsupphæðina í stofngögnum.
Bónus - skráð sem tímafjöldi í launaskjal og hægt er að forskrá tímakaupið í stofngögnum. Ef bónusgreiðslan er föst upphæð er hægt að skrá "1" í tímafjölda og upphæðina í upphæðarreitinn.

2. Þrepaskipting á staðgreiðslu tekjuskatts

Samkvæmt nýsamþykktum lögum er tekjuskattur nú þrepaskiptur. Launakerfið tekur mið af þessu og eru allar upplýsingar um prósentur og viðmiðunarupphæðir skráðar í kerfið, eins og áður segir. Þær verða svo uppfærðar af starfsmönnum Netbókhalds.is eins og verið hefur með allar upphæðar- og prósentubreytingar.
Athugið að hlutföll vegna iðgjalda í lífeyrissjóði og stéttarfélög eru áfram staðsett í stofngagnaspjaldi hvers starfsmanns og verður það eftir sem áður í höndum notenda að uppfæra þær upplýsingar.

Skattstofn frá öðrum.
Kerfið tekur líka tillit til þess ef starfsmaður fær laun hjá öðrum vinnuveitanda og er hægt að skrá þau laun í Launakerfið þannig að tekjuskattur reiknist út frá réttu skattþrepi. Þessar upplýsingar er bæði hægt að forskrá í stofngögnin og skrá eða breyta í launaskjalinu.

3. Rafræn skil á launamiðum

Búið er að opna fyrir rafræn skil á launamiðum úr Launakerfi Netbókhalds. Til þess að skila inn launamiðum þarf að skrá sig inn í Launakerfið og fylgja þessum skrefum:

1. Velja Aðgerðir->Rafræn skil->Launamiðar.
2. Velja viðeigandi ár og skrá inn veflykil RSK (t.d. veflykil fyrir staðgreiðslu).
3. Velja þá starfsmenn sem á að skila launamiða fyrir.
4. Vista staðfestingu á pdf.
5. Vista launamiða á pdf.

Boðið er upp á að vista launamiðana í pdf-skjal og einnig verður hægt að nálgast þá og prenta út á þjónustusíðu RSK (www.rsk.is).
Til þess að prenta út launamiðana er hægt að opna pdf skjalið og prentast þá allir launamiðarnir út í einu.

4. Aðrar breytingar í Launakerfi

Ýmsar litlar lagfæringar voru líka gerðar og er hér listi yfir þær sem koma notendum helst fyrir sjónir:
- Núna er hægt að velja marga starfsmenn í einu inn á launaskjöl
- Mótframlag vinnuveitanda sést á launaseðlum
- Þegar launaskjal er stofnað með tilvísun í annað launaskjal eru upplýsingarnar ekki lengur sóttar úr stofngögnum heldur úr launaskjalinu sem vísað er í, að undanskildum leiðréttingum á persónuafslætti.


Starfsfólk Netbokhald.is