Er hægt að stofna nýtt skjal út frá eldra skjali? print

Góð leið til að einfalda vinnuna er að nota þau skjöl (reikninga, tilboð o.s.frv.) sem er búið að stofna í Sölukerfinu sem grunn að nýju skjali. Þá þarf ekki að slá inn eins mikið af upplýsingum, sem getur verið mjög tímasparandi t.d. þegar um mjög langa sölureikninga er að ræða.

  1. Fyrst þarf að sækja skjalið sem á að nota sem grunn. Það er annaðhvort gert með því að tvísmella á það í skjalatréinu, eða smella á Aðgerðir – Sækja/finna skjal og leita að því.
  2. Svo er tegund nýskjalsins valin í flettilistanum hægra megin við Stofna hnappinn. Algengast er að stofna nýjan reikning út frá eldri reikningi, en kerfið leyfir allar samsetningar t.d. að stofna nýtt tilboð út frá eldri reikningi.
  3. Þvínæst er nýja skjalið stofnað með því að velja Aðgerðir – Stofna – Stofna með tilvísun og afritast þá allar upplýsingar af upprunaskjalinu yfir á það nýja.
  4. Þá er aðeins eftir að bæta við eða breyta því sem þarf.